Íslenskt hráefni

Við eldum mat úr heilnæmu og bragðgóðu hráefni sem við sækjum í næstu sveitir. Grænmetið er ekki flutt um langan veg og skilar sér því safaríkt og ferskt alla leið á diskinn án allra  aukaefna.

Grænmeti & ávextir

Laktósafríar mjólkurvörur

Kjöt & fiskur

Heimabakað brauð

Sérfæði

Matartíminn þjónar öllum þeim sem þurfa á sérfæði að halda vegna heilsu sinnar eða lífsskoðana. Við viljum sjá til þess að allir með ofnæmi eða sérþarfir njóti samskonar máltíða og aðrir, m.a. með góðu úrvali fyrir grænkera.

Snemma á bragðið

Þegar matsalurinn fyllist af fjörugum krökkum eftir útiveru eða frímínúturnar er eins gott að þeirra bíði bragðgóð og næringarík máltíð.

Fyrir okkur sem erum að vaxa er mikilvægt að fá kærkominn dagskammt af grænmeti og ávöxtum ásamt prótíni og fitu sem gerir okkur gott.

Með því að bjóða upp á heilnæmar, ferskar, íslenskar afurðir leggjum við rækt við það besta sem íslensk matarmenning hefur að bjóða og komum börnunum snemma á bragðið.