Upphafskráning barna í mataráskrift er í gegnum áskriftarsíðuna á www.matartiminn.is. Fyrsta áskriftartímabil er frá upphafi skólaárs út september, eftir það er hvert áskriftartímabil almanaksmánuðurinn að undanskildu síðasta áskriftartímabili sem nær frá 1. maí til loka skólaárs.
Áskriftarsamningurinn er á ábyrgð forráðamanna barnsins og framlengist sjálfkrafa óbreyttur milli mánaða nema tilkynningar berist um annað.
Eftir að barn er komið í mataráskrift þurfa allar óskir um breytingar eða uppsögn að berast með tölvupósti á netfangið matartiminn@matartiminn.is fyrir 26. dag mánaðar á undan svo þær taki gildi fyrir komandi mánuð.
Gjalddagi er 1. dagur hvers áskriftarmánaðar og eindagi 5 dögum síðar.
Reikningar teljast samþykktir ef ekki berst athugasemd innan 5 daga frá gjalddaga. Berist greiðsla ekki innan umsamins greiðslufrest er heimilt að hætta afgreiðslu máltíða. Mataráskriftin ásamt 390 kr. seðilgjaldi greiðist með greiðsluseðli í heimabanka. Einnig er hægt að velja að greiða með greiðslukorti. Heimilt er að hefja áskrift eftir að skólaárið hefst.
Athugið!
Kaup áskriftar þarf að eiga sér stað í síðasta lagi 29 dag mánaðar.
Þegar áskrift er keypt tekur hún gildi fyrsta virkan dag næsta mánaðar.
Mataráskriftin er eingöngu fyrir skráð barn og ekki er heimilt að nýta eða framselja hana til þriðja aðila.