Salatbar Matartímans

Þjónusta Matartímans er sniðin að þörfum matráða og kokka sem vilja hafa meiri tíma til að matreiða rétt dagsins. Engar áhyggjur af meðlætinu á salatbarnum, alltaf nóg til og einfalt og þægilegt að panta.

Láttu Matartímann fylla á salatbarinn eins og þér hentar og sparaðu þínu eldhúsi tíma og fyrirhöfn. Við höfum að bjóða úrval af fersku, niðurskornu grænmeti, ávöxtum, pasta og öðru bragðgóðu meðlæti.

Engin áskrift – bara panta

Þú þarft ekki að vera í áskrift til að láta Matartímann  fylla á þinn salatbar. Hafðu bara samband, leggðu inn pöntun og við fyllum barinn af litríku úrvali af fersku og gómsætu hráefni. Vinsamlega pantið með tveggja daga fyrirvara.

Matartíminn býður þér að velja af hlaðborði með fersku niðurskornu grænmeti og öðru ljúffengu meðlæti. Allt skorið og framreitt til að gera salatbarinn þinn enn ferskari og girnilegri.

Hafa samband

Ef þig vantar frekari upplýsingar þá skaltu endilega hafa samband við okkur.

Hafa samband