Skip to main content

Sérfæði

Við hjá Matartímanum gerum okkar besta til að koma til móts við einstaklinga sem þurfa sérfæði. Það er okkur mikið kappsmál að allir fái að sitja við sama borð og njóta samskonar máltíða með því að útfæra rétti með tilliti til ólíkra þarfa einstaklinga.

Það er einfalt og þægilegt fyrir skóla og leikskóla að óska eftir sérfæði. Við vinnum úr þeim upplýsingum við val á hráefni og högum matreiðslunni að þörfum hvers barns fyrir sig.

Framleiðslan og mötuneytin eru hnetulaus svæði

Ofnæmi og óþol

Hér er um viðkvæman hóp að ræða og því mikilvægt að vanda til verka við matseldina. Með því að skipta út hráefni getur sami réttur orðið að máltíð fyrir alla í matsalnum.

Í flestum tilfellum notum við laktósafríar mjólkurvörur eða afurðir úr jurtaríkinu í stað mjólkur í sósur og aðra rétti.

Máltíðir eru merktar með nafni, skóla og ofnæmi/óþoli. Einstaklingar í þessum hóp fá sérmerktan mat þá daga sem þau mega ekki fá það sem er á matseðli. Það getur verið misjafnt eftir dögum hvort um er að ræða aðalrétt, sósu eða hvoru tveggja og því þarf að fara daglega inní eldhús til að kanna það (á einungis við um grunnskóla). Í leikskólum ber deildarstjóri eða annar yfirmaður þessa ábyrgð.

 

 

Aðrir hópar í sérfæði / Aðrar ástæður

Matartíminn býður uppá valkosti fyrir grænkera (vegan), fiskiætur (pescatarian) og einstaklinga sem ekki borða kjöt vegna trúarlegra ástæðna.

Sem dæmi ef það eru kjötbollur með sósu á matseðli þá fá þessir einstaklingar próteingjafa og sósu matreidda úr hráefnum úr jurtaríkinu eftir því sem við á. Máltíðir eru merktar með nafni og skóla.  Einstaklingar í þessum hóp þurfa að sækja matinn sinn daglega inní eldhús/mötuneyti (á einungis við um grunnskóla), í einstaka tilfellum á þetta ekki við t.d. þegar meðlæti, sósur eða aðalréttur hentar öllum hópum. Í leikskólum ber deildarstjóri eða annar yfirmaður þessa ábyrgð.

Matartíminn er í eigu Sölufélags Garðyrkjumanna

Close Menu

Opnunartími Matartímans er sem hér segir:
Mánudaga til Föstudaga : 08:00 til 16:00

Ef þig vantar frekari upplýsingar þá skaltu endilega
hafa samband við okkur.

Matartíminn
Brúarvogi 2,
104 Reykjavík

570 8900
matartiminn@matartiminn.is