Skip to main content

Greiðsluskilmálar

Upphafskráning barna í mataráskrift er í gegnum áskriftarsíðuna á www.matartiminn.is. Fyrsta áskriftartímabil er frá upphafi skólaárs út september, eftir það er hvert áskriftartímabil almanaksmánuðurinn að undanskildu síðasta áskriftartímabili sem nær frá 1. maí til loka skólaárs.

Áskriftarsamningurinn er á ábyrgð forráðamanna barnsins og framlengist sjálfkrafa óbreyttur milli mánaða nema tilkynningar berist um annað.

Upplýsingar um breytingar á áskrift er að finna hér

​Uppsögn þarf að berast fyrir 25. dag mánaðar og tekur gildi næsta mánuð.

Gjalddagi er 1. dagur hvers áskriftarmánaðar og eindagi 5 dögum síðar.

Reikningar teljast samþykktir ef ekki berst athugasemd innan 5 daga frá gjalddaga. Berist greiðsla ekki innan umsamins greiðslufrest er heimilt að hætta afgreiðslu máltíða. Mataráskriftin ásamt 390 kr. seðilgjaldi greiðist með greiðsluseðli í heimabanka. Einnig er hægt að velja að greiða með greiðslukorti. Heimilt er að hefja áskrift eftir að skólaárið hefst.

Athugið!
Kaup áskriftar þarf að eiga sér stað í síðasta lagi 25. dag mánaðar.
Þegar áskrift er keypt tekur hún gildi fyrsta virkan dag næsta mánaðar.
Mataráskriftin er eingöngu fyrir skráð barn og ekki er heimilt að nýta eða framselja hana til þriðja aðila.

Ofnæmi

Ofnæmisfæði er afgreitt gegn afhendingu læknisvottorðs sem skal skilað inn við skráningu áskriftar í  viðhengi á netfangið serfaedi@matartiminn.is

ATH! Ofnæmisskráning tekur ekki gildi fyrr en vottorð hefur borist.

Matartíminn getur ekki ábyrgst að í mætvælum séu ekki snefilefni af ofnæmisvöldum.

Sjá nánari upplýsingar um sérfæði hér.

Persónuvernd

Matartíminn leggur ríka áherslu á að meðferð persónuupplýsinga sé gætt að grundvallarsjónarmiðum laga og reglna um persónuvernd, með Það að leiðarljósi að tryggja og virða réttindi einstaklinga. Matartíminn ehf. deilir ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila.

Eingöngu er farið fram á þær upplýsingar er þurfa að tengjast afgreiðslu skólamáltíða á almennu fæði og sérfæði auk greiðsluupplýsinga. Öll gögn eru hýst í gagnagrunni og hugbúnaði Abler ehf.  Borgartúni 27, 105 Reykjavík. Abler er vinnsluaðili í skilningi persónuverndarlaga en Matartíminn sem notar kerfið í sinni starfsemi er ábyrgðaraðili.

Ef frekari upplýsinga er óskað vinsamlegast sendið tölvupóst á matartiminn@matartiminn.is

Matartíminn er í eigu Sölufélags Garðyrkjumanna

Close Menu

Opnunartími Matartímans er sem hér segir:
Mánudaga til Föstudaga : 08:00 til 16:00

Ef þig vantar frekari upplýsingar þá skaltu endilega
hafa samband við okkur.

Matartíminn
Brúarvogi 2,
104 Reykjavík

570 8900
matartiminn@matartiminn.is