Vítamín eru líkamanum lífsnauðsynleg. Þau gegna mikilvægu hlutverki fyrir vöðva, taugar og hormóna, við framleiðslu orku og losun úrgangsefna. Sum vítamín getur líkaminn myndað sjálfur en flest koma úr fæðunni. Þau sem berast frá meltingarvegi með fitu (fituleysanleg vítamín) tekur líkaminn upp en hinn flokkurinn, vatnsleysanleg vítamín, skilst út með þvagi.
Andoxunarvítamín vinna á móti eyðileggingaráhrifum sindurefna sem kallast fríir radíkalar og geta myndast við efnaskipti. Þessi efni flýta meðal annars öldrun.
A-vítamín (fituleysanlegt)
Aðallega andoxunarvítamín, mikilvægt fyrir sjón og húð, einnig fyrir alla slímhúð, jafnt í öndunarfærum, meltingarvegi og þvagfærum.
Gjafi: Lifur, egg, nýmjólk, smjör, grænt, gult og appelsínugult grænmeti.
B1-vítamín (þíamín)
Mikilvægt fyrir meltingu kolvetna, prótína og fitu til orkumyndunar.
Gjafi: Heilkornamorgunkorn, mjólkurafurðir, magurt kjöt, sojabaunir og belgjurtir.
B2-vítamín (ríboflavín) og B3-vítamín (níasín)
Mikilvægt fyrir efnaskipti og vöxt.
Gjafi: Magur innmatur, mjólk, ostur, korn, brauð og hveiti, sojabaunir og grænt laufmeti (aðallega spergilkál).
B5-vítamín (pantótensýra)
Mikilvægt fyrir efnaskipti, taugakerfið og kynhormóna
Gjafi: Flest grænmeti, egg, heilkornamorgunkorn, hnetur, lax og innmatur
B6-vítamín (pyrídoxín)
Mikilvægt til myndunar rauðra blóðkorna og framleiðslu mótefna.
Gjafi: Kjöt, fiskur, eggjarauða, sykurmaís, bananar, lárperur, hnetur og kornmeti
B12-vítamín (fituleysanlegt)
Lífsnauðsynlegt fyrir vökt, rauð blóðkorn og miðtaugakerfið
Gjafi: Kjöt, innmatur, fiskur, egg og mjólkurafurðir
Fólasín (fólínsýra)
Nauðsynlegt til eðlilegs þroska miðtaugakerfis fósturs á meðgöngu
Gjafi: Lifur, nýru, egg, heilkornamorgunkorn, baunir, hnetur og grænt laufmeti
C-vítamín (askorbinsýra)
Andoxunarvítamín, ver gegn sýkingum, örvar sár til að gróa, upptöku járns og stjórnar kólesterólmagni í blóði.
Gjafi: Ávextir (aðallega súraldin), grænt grænmeti, kartöflur, tómatar og pipar.
D-vítamín (fituleysanlegt)
Stuðlar ásamt kalki að heilbrigði beina. Myndast í húð við áhrif frá sólarljósi.
Gjafi: mjólk, feitur fiskur (lax, síld, lúða) og eggjarauða; því er bætt við smjörlíki, hveiti og í sum brauð.
E-vítamín (fituleysanlegt)
Minnkar hættu á hjartasjúkdómum, getur dregið úr tíðaverkjum og fyrirtíðaspennu
Gjafi: Flestar plöntuolíur, egg, hnetur, salöt, fræ, sojabaunir, sjávarréttir og innmatur
K-vítamín (fituleysanlegt)
Helsta hlutverk þess er að aðstoða við storknun blóðs. Gegnir mikilvægu hlutverki við eðlilega beinmyndun og nýrnastarfsemi.
Gjafi: Grænt laufmeti, nautakjöt, lifur, grænt te, ostur og hafragrjón.
(úr Heilsubók Konunnar, ritstýrð af Dr. Lesley Hickin)
Alma María Rögnvaldsdóttir Hjúkrunarfræðingur