Skip to main content

Gætum að mataræði barna

Næring skiptir miklu máli. Við þurfum að passa að þau fái öll þau næringarefni sem þau þarfnast. Þau þurfa orkuríka fæðu í mörgum litlum máltíðum yfir daginn þar sem þau hafa minna magamál.

Grænt og gott

Með því að auka grænmetisneyslu barna verður fæða þeirra strax næringarríkari. Grænmetið þarf fyrst og fremst að vera ferskt og líta vel út. Með því að huga að því hvernig við setjum matinn fram gerum við grænmetið svo enn meira spennandi í augum barnanna.

Fjölbreytt fæða

Með því að gæta þess að borða fjölbreytta fæðu fáum við öll þau næringarefni sem líkaminn þarf á að halda til að vaxa og viðhalda styrk sínum.

Hálft kíló á dag

Við ættum að borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag samkvæmt ráðleggingum landlæknis. Það er hálft kíló á dag eða þar um bil og þá eru kartöflur undanskildar. Einn skammtur getur verið stór gulrót eða tómatur, tveir desilítrar af salati, meðalstórt epli eða lítill banani.

Heilkorn fyrir heilsuna

Gróft brauð og trefjaríkur kornmatur er mikilvægur hluti af hollu mataræði. Heilkorn eru rík af næringarefnum, vítamínum, magnesíum og trefjum sem hjálpa til við meltinguna.

Meiri fisk

Landlæknir hvetur landsmenn til að hafa fisk í matinn svona þrisvar í viku sem aðalrétt. Það er ekki skrítið þar sem hollari fæða er vandfundin. Úr fiskinum fáum við frábært prótín, bráðholla fitu og fleiri mikilvæg næringarefni á borð við selen og joð. Meiri fisk, takk!

Matartíminn er í eigu Sölufélags Garðyrkjumanna

Close Menu

Opnunartími Matartímans er sem hér segir:
Mánudaga til Föstudaga : 08:00 til 16:00

Ef þig vantar frekari upplýsingar þá skaltu endilega
hafa samband við okkur.

Matartíminn
Brúarvogi 2,
104 Reykjavík

570 8900
matartiminn@matartiminn.is