Veljum fjölbreytt

 

Mikilvægast er að breyta ekki mataræði ungra barna án samráðs við sérfræðinga ef um mögulegt ofnæmi eða óþol er að ræða. Börn þurfa á fjölbreyttri fæðu að halda svo þau fái öll nauðsynleg efni úr fæðunni.

 

 

Rótargrænmeti

 

Rótargrænmeti er samheiti yfir tegundir grænmetis sem eru jurta-rætur ræktaðar til matar eins og annað grænmeti. Ræturnar eru í flestum til-fellum næringarforðabúr jurtarinnar og innihalda mikið magn kolvetna, en auk þess fjörefni (vítamín), steinefni og trefjar. Gulrófur, rauðrófur, gulrætur, sellerírót og sætar kartöflur flokkast sem rótargrænmeti.

Rótargrænmeti er gjarnan soðið eða ofnbakað, en stundum steikt, en sumt má borða hrátt og er næringarríkast þannig eins og annað grænmeti.

 • Rófur

  Næringartafla

  • Ætur hluti 85 %
  • Innihald í 100 g
  • Vatn 89 g
  • Orkurík efnasambönd
  • Prótein 1.2 g
  • Trefjar 2.7 g
  • Kolvetni 9.0 g
  • Fita 0.1 g
  • kj 176
  • kcal 42
  • Steinefni
  • Járn 0.5 mg
  • Kalk 65 mg
  • Vítamín
  • A Ret. ein 72 µg
  • B1 0.05 mg
  • B2 0.04 mg
  • Niacin 1.8 mg
  • C (askorbínsýra) 40 mg

  Gulrófur er mikilvæg matjurt sem er rík af vítamínum og steinefnum. Hún er stundum nefnd „appelsína norðursins“ vegna hins háa C-vítamín innihalds.

   

  Auk þess inniheldur gulrófan mikið A-vítamín í formi karótens. Hún er trefjarík en snauð af hitaeiningum og því góð til að hafa á milli mála. Sérstaklega holl og það er auðvelt að skera hana í stangri sem er tilvalið fyrir smáfólkið sem nasl á milli mála.

  Lestu meira á www.islenskt.is

 • Gulrætur

  Næringartafla

  • Ætur hluti 90 %
  • Innihald í 100 g
  • Vatn 88 g
  • Orkurík efnasambönd
  • Prótein 0.9 g
  • Trefjar 2.9 g
  • Kolvetni 10.2 g
  • Fita 0.2 g
  • kj 193
  • kcal 46
  • Steinefni
  • Járn 0.7 mg
  • Kalk 40 mg
  • Vítamín
  • A Ret. ein 1833 µg
  • B1 0.05 mg
  • B2 0.05 mg
  • Niacin 1.0 mg
  • C (askorbínsýra) 5 mg

  Í gulrótum er mikið af litarefninu karóten.  Eftir því sem gulræturnar eru lit-sterkari þeim mun hærra er karóten innihaldið, sem á reyndar við um allt græn-meti en eftir því sem liturinn er sterkari, þeim mun næringarríkara. Karóten ummyndast yfir í A-vítamín í líkamanum, en A-vítamín er meðal annars mikil-vægt fyrir sjónina, húðina og slímhimnur líkamans. Auk þess er í gulrótum B- og C-vítamín ásamt mikilvægum steinefnum eins og kalíum, kalki, járni og fosfór.

   

  Gulrætur eru góð uppspretta fyrir þessi næringarefni og ekki skemmir fyrir að þær eru ódýrar og um að gera að hafa þær á borðum daglega allt árið.

  Lestu meira á www.islenskt.is

 • Kartöflur

  Næringartafla

  • Ætur hluti 75 %
  • Innihald í 100 g
  • Vatn 77 g
  • Orkurík efnasambönd
  • Prótein 1.8 g
  • Trefjar 2.1 g
  • Kolvetni 19.0 g
  • Fita 0.1 g
  • kj 370
  • kcal 88
  • Steinefni
  • Járn 1.0 mg
  • Kalk 15 mg
  • Vítamín
  • A Ret. ein - µg
  • B1 0.10 mg
  • B2 0.02 mg
  • Niacin 1.6 mg
  • C (askorbínsýra) 10 mg

  Kartöflur eru með mikilvægustu uppsprettum B-vítamína og C-vítamíns í fæðunni. Einnig eru kartöflur ríkar af járni, kalki, kalíum, fosfór og trefjum. Kartöflur innihalda mjölva (tegund kolvetna) sem gerir þær mettandi þó þær séu ekki mjög hitaeiningarríkar.

   

  Æskilegast er að sjóða kartöflur með hýðinu, annars tapast mikið af næringar-efnum út í suðuvatnið. Því má segja að smælkið sem tekið er upp á haustin hentar frábærlega til að borða með hýðinu. Séu þær afhýddar fyrir suðu ber að nota eins lítið vatn við suðuna og kostur er og nota síðan vatnið í sósur eða til brauðgerðar til að nýta næringarefnin sem skolast hafa út.

  Lestu meira á www.islenskt.is

 

Matarvenjur barna

 

Næring barna okkar skiptir miklu máli. Við þurfum að gæta þess að þau fái öll þau næringarefni sem þau þarfnast.

Börn þurfa orkuríka fæðu í mörgum litlum máltíðum yfir daginn þar sem magamál þeirra er lítið. Mörg börn eru í íþróttum og orkukrefjandi tómstundum utan skóla en við það eykst orkuþörfin. Auk þess þurfa börn að hafa viðbótarorku til að vaxa og þroskast eðlilega.

 

 • Næringarefnin í fæðu barna

  Járn

  Er mikilvægt til nýmyndunar rauðra blóðkorna sem flytja súrefni til frumna líkamans. Járnskortur er tiltölulega algengur hjá ungum börnum sem nýfarin eru að borða. Ástæðan er sú að járnþörfin þeirra er mikil en fæðan sem þau fá er oft járnsnauð. Því er mikilvægt að vanda fæðuvalið. Til þess að nýta járnið úr fæðunni sem best er gott að neyta samhliða, fæðu sem er rík af C-vítamíni. Leiðir til þess gætu verið að borða sítrusávöxt, til að mynda, appelsínu eða kíví, með hafragrautnum eða morgunkorninu eða drekka með því glas af hreinum appelsínusafa. Einnig hjálpar að neyta grænmetis með hverri máltíð.Stoðmjólkin er járnbætt og er því ákjósanlegust fyrir börn undir tveggja ára aldri en almennt er ráðleggingin sú að drekka eða borða sem svarar 2-3 skammta af mjólkurvörum á dag þar sem um 2 dl eru einn skammtur, og 25-30 g af osti einn skammtur (1 stór ostsneið úr pakka er um 20 g).

   

  Kalk

  Er mikilvægt fyrir vöxt og styrk tanna og beina, hjálpar til við storknun blóðs og er nauðsynlegt fyrir taugakerfið. Kalk fáum við af hvað mestum gæðum úr mjólkurvörum en einnig fáum við nokkuð af kalki úr grænmeti.

   

  D-vítamín

  Líkaminn vinnur D-vítamín úr sólarljósi. Þar sem við búum á norðlægum slóðum er þessi framleiðsla takmörkuð og því er mikilvægt að við sjáum til þess að barnið, og allir, fái nægt magn af D-vítamíni. Það má gera með því að gefa taka inn lýsi eða gefa barninu AD-vítamíndropa. D-vítamín er nauðsynlegt til að við getum nýtt kalkið úr fæðunni til beinmyndunar en einnig spila nokkur hormón mikilvægt hlutverk. D-vítamín hefur ekki aðeins hlutverk við uppbygg-ingu og viðhald beina heldur einnig á ónæmiskerfið og fleiri mikilvæg ferli í lík-amanum. Lýsi, feitur fiskur, D-vítamínbættar mjólkurvörur.

   

  A-vítamín

  Er nauðsynlegt fyrir sjónina, fyrir húð (nýmyndun frumna), slímhimnur og vöxt. Oft er skortur á því í fæði ungra barna og því mikilvægt að barnið fái lýsi eða AD-vítamín dropa daglega. Gulrætur, grænkál og sítrusávextir, lifur, egg og mjólkurvörur eru góðar uppsprettur úr fæðunni.

   

  C-vítamín

  Er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið og styrkir frumur. Það veitir hugsanlega vörn gegn veirum og bakteríum og stuðlar að því að sár grói. Það eykur einnig upp-töku járns úr fæðunni, sérstaklega úr grænmeti. Börn sem borða lítið af græn-meti og ávöxtum fá yfirleitt ekki nægjanlegt magn af C-vítamíni. Sítrusávextir, ber, tómatar, blómkál, kartöflur og grænt grænmeti eru bestu uppspretturnar.

  Lestu meira á www.islenskt.is

 • Sykurneysla

  Hugsar þú um það hvað þú gefur barninu þínu að borða? Svarið er líklega já. Þú telur þig allavega gera það, ekki satt? En erum við í alvöru að hugsa um að börnin fái fæðu úr öllum fæðuflokkum daglega? Og hvað með sykurinn? Margir foreldrar gera sér enga grein fyrir því sykurmagni sem er í mörgum fæðuteg-undum sem við gefum börnum okkar, t.d. í sumu morgunkorni og sumum mjólkurvörum. Sumar tegundir af morgunkorni eru það sykraðar að þær eru meira í ætt við sælgæti en hollan morgunverð og sama verður sagt um margar mjólkurvörur. Bestu tegundir morgunkorns er ósykraður hafragrautur, bygg grautur eða chia grautur en grauta má bragðbæta með ávöxtum, kanil, fræjum og hnetum. Annað tilbúið morgunkorn sem inniheldur lítinn viðbættan sykur er Cheerios, Weetabix og Havre Fras.

   

  Veistu að í mjólkurvörum eins og t.d hrísmjólk er allt að 27% kolvetni, í engja-þykkni er það allt að 20% og í þykkmjólk allt að 16%. Í öðrum mjólkurvörum eins og hreinu skyri er ekki nema 3% kolvetni, 3-4% í hreinni súrmjólk og 3-4% í hreinu jógúrti. Þessi kolvetni koma úr mjólkursykrinum sem er í mjólkur-vörum frá nátturunnar hendi. Það er því ljóst að þau kolvetni sem eru umfram í sætu mjólkurvörunum er í flestum tilfellum viðbættur sykur en geta líka komið úr ávöxtum, berjum og múslíi.

   

  Veljum frekar að gefa börnunum okkar hreinar mjólkurvörur en þær sem eru með viðbættum sykri. Venjum þau á það strax í upphafi að fá hreinar vörur því þá sækja þau síður í þær sykruðu. Ekki sykra skyrið hjá barninu, þó svo að þér finnist það ekki gott ósykrað er ekki þar með sagt að barninu þínu finnist það, sérstaklega ef það hefur ekki smakkað sykrað skyr.

  Lestu meira á www.islenskt.is

 • Foreldrar/forráðamenn

  Þótt að það hljómi kannski kaldhæðnislega þá er offitan sá sjúkdómur sem við getum helst gripið inn í og læknað okkur sjálf áður en alvarlegar aukaverkanir fara að hafa áhrif á líkamann. Offituvandamálið er margslungið, m.a. er það ákaflega menningarlegt en það sem við vitum fyrir víst er að vandinn er í það minnsta tvíþættur, annars vegar aukið hreyfingarleysi og hins vegar fæðan sem við neytum. Sykur og kolvetni eru alls ráðandi í okkar daglegu fæðu og í öllu nánasta matarumverfi.

   

  Til að berjast á móti þeirri þróun að fylla alla skápa og hillur af kolvetni og sykri er tilvalið að hafa það að markmiði að eiga alltaf grænmeti og ávexti og helst að geyma þá í skál á eldhúsborðinu. Með því að hafa eitthvað grænt í skál fyrir framan sig, aukast líkurnar á því að þú nartir í hollustuna. Það er líka tilvalið að útbúa sér grænmetisbakka til að geyma í ísskápnum þannig að fyrirhöfnin verði minni þegar hungurtilfinningin gerir vart við sig.

   

  Matarræði er félagslegur þáttur en hefur líka gríðarlega mikilvæg uppeldisleg áhrif. Með því að vera góðar fyrirmyndir varðandi neyslu ávaxta og grænmetis og gæta þess að slíkt sé ávallt á borðum, aukast líkurnar á að börnin á heimilinu velji hollustuna fram yfir sykurinn þegar fram í sækir. Þannig getum við sem foreldrar í dag orðið góðar fyrirmyndir og snúið þyngdarþróuninni við í gegnum næstu kynslóðir.

   

  Lestu meira á www.islenskt.is

Matartíminn

Brúarvogi 2, 104 Reykjavík

570 8900

matartiminn@matartiminn.is

 

 

Matartíminn er vörumerki í eigu

Sölufélags garðyrkjumanna

Veljum fjölbreytt

 

Mikilvægast er að breyta ekki mataræði ungra barna án samráðs við sérfræðinga ef um mögulegt ofnæmi eða óþol er að ræða. Börn þurfa á fjölbreyttri fæðu að halda svo þau fái öll nauðsynleg efni úr fæðunni.

 

 

Rótargrænmeti

 

Rótargrænmeti er samheiti yfir tegundir grænmetis sem eru jurta-rætur ræktaðar til matar eins og annað grænmeti. Ræturnar eru í flestum til-fellum næringarforðabúr jurtarinnar og innihalda mikið magn kolvetna, en auk þess fjörefni (vítamín), steinefni og trefjar. Gulrófur, rauðrófur, gulrætur, sellerírót og sætar kartöflur flokkast sem rótargrænmeti.

Rótargrænmeti er gjarnan soðið eða ofnbakað, en stundum steikt, en sumt má borða hrátt og er næringarríkast þannig eins og annað grænmeti.

 

Matarvenjur barna

 

Næring barna okkar skiptir miklu máli. Við þurfum að gæta þess að þau fái öll þau næringarefni sem þau þarfnast.

Börn þurfa orkuríka fæðu í mörgum litlum máltíðum yfir daginn þar sem magamál þeirra er lítið. Mörg börn eru í íþróttum og orkukrefjandi tómstundum utan skóla en við það eykst orkuþörfin. Auk þess þurfa börn að hafa viðbótarorku til að vaxa og þroskast eðlilega.

 

 

Matarvenjur barna

 

Næring barna okkar skiptir miklu máli. Við þurfum að gæta þess að þau fái öll þau næringarefni sem þau þarfnast.

Börn þurfa orkuríka fæðu í mörgum litlum máltíðum yfir daginn þar sem magamál þeirra er lítið. Mörg börn eru í íþróttum og orkukrefjandi tómstundum utan skóla en við það eykst orkuþörfin. Auk þess þurfa börn að hafa viðbótarorku til að vaxa og þroskast eðlilega.

 

Fróðleikur